Skuggi Fíasól |
Skuggi kom til okkar 2016 ásamt Batman bróður sínum. Því miður varð (sic.) Batman fyrir bíl ári seinna svo Skuggi varð einn. Hann er afskaplega rólegur köttur en vill hafa hlutina á sínum forsendum. Hann vill ekki láta halda á sér og klappa sér en honum finnst ósköp notalegt að liggja á gólfinu og fá strokur. Honum finnst líka ofboðslega gott að borða.
Fíasól kom 2018. Við fengum hana sem högna og skírðum Messi. Seinna kom í ljós að hún var lítil stelpurófa. Við ætluðum bara að láta hana heita Messi áfram en vinkona mín kom í heimsókn og kallaði hana Fífí og Fíusól. Fíasól smellpassaði svo hún hefur heitið það síðan. Fíasól er mikill veiðiköttur og er því með bjöllur og trúðakraga. Sá siður hefur haldist frá því að hún var kettlingur að hún fær (laktósalausa) mjólk á morgnana. Hún fékk hana á eldhúsbekknum svo hundurinn næði ekki mjólkinni. Hún kemur enn á morgnana og vill oft láta lyfta sér upp eins og þegar hún var lítil þótt hún geti auðveldlega stokkið😉
Á kvöldin fá þau blautmat sem fóstri þeirra gefur þeim. Þau mæta og bíða.
Þannig er mál með vexti að lausaganga katta er bönnuð á Húsavík. Þau frændsystkinin eru vön því að fá að fara út og hægara sagt en gert að breyta útiköttum í inniketti. (Fyrir nú utan nú að leigusalinn vill ekki ketti.) Því biðlum við til einhverra góðhjartaðra kattavina þar sem lausaganga er leyfð ef þeir gætu mögulega passað kettina okkar í vetur🙏
Engin ummæli:
Skrifa ummæli