Fara í aðalinnihald

Að semja við narsissista

Október 2017. 
Narsinn: Ég mun aldrei selja minn hluta. 
Við: Ókey, viltu þá kaupa okkur út? 
N. Nei! 

 Haust 2018. 
N: Ég vil selja allt mitt. 
V: Ókey, við skulum kaupa þig út. 
N: Nei! Ég vil selja allt mitt bara öllum nema ykkur! 

 Október 2018 
N: Það eina sem ég er tilbúinn að semja um er að allt verði selt í einum pakka og húsið ykkar verði í þeim pakka. 
V: Fyrirgefðu, hvað!? Þú vilt sem sagt hleypa upp öllu okkar lífi, flæma fjölskylduna frá Hálsi og börnin úr skólanum sínum?*

 Mars 2019. 
V: Allt í lagi, við gefumst upp á þessu rugli og samþykkjum að allt verði verðmetið þar með talið húsið okkar. 
Við skrifum strax undir fundargerðina. 
Hann hefur ekki enn skrifað undir hana. **

 2020 Nýjar fundarraðir. 
Unnið áfram í því ferli sem hann sjálfur lagði til.
N frestar og tefur og kemur með hvern fyrirsláttinn á fætur öðrum.

Október 2020
N: Ég vil ekki selja! Þú vilt selja!

Ég hef að sjálfsögðu gögn sem staðfesta þessa frásögn.

 
Hægt er að setja íslenskan texta á myndbandið.

*Honum hefur tekist þetta ætlunarverk sitt með dyggri aðstoð skósveina sinna.

**Þriðji meðeigandinn  sem er búinn að biðja um að vera keyptur út í 10 ár tók 6 mánuði í að skrifa undir. Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com