Fara í aðalinnihald

Tíminn

 Tíminn.

Þetta er svo skrítið með tímann.

Eftir að ég lenti inni á radarnum hjá dauðanum þá hef ég þurft að fara oftar til Reykjavíkur en áður. Fjölskyldan mín býr enn í æskuhverfinu og á kvöldin fór ég með strákunum á leikvöllinn við Langholtsskóla. 

Það er svo furðulegt að vera þarna, leika sér þarna.

Öll mín grunnskólaganga var í Langholtsskóla. Ég man eftir að standa þarna á steyptu planinu, engin leiktæki þá auðvitað, standa í röð og bíða eftir að kennarinn kallaði okkur inn.

Meirihluti grunnskólagöngunnar var ágætur. Nema árin 1980-ca. 1982 þegar ég var 10-12. Þá var ég lögð í einelti. Uppnefnd í skólanum og svo eltu Guðrún og Sigga vinkona hennar mig heim á hverjum degi til að uppnefna mig og vera með leiðindi. Þessi spotti frá skólanum og heim í Álfheimana. Ég geng hann oft núna. Núna er hann malbikaður og upplýstur. En hann var það ekki þá.

Veggurinn undir skotinu sem við máluðum í unglingavinnunni 1984 undir verkstjórn Jóns kennara sem var leiðbeinandi í unglingavinnunni líka. Löngu búið að mála yfir myndina. Þetta sumar lifir sem eitt af þeim betri í minningunni.

Það er svo skrítið. að vera þarna. Sami staður, sama manneskjan. Bæði breytt auðvitað en engu að síður. Sami staður, sama manneskja. Allt breytt. Nema minningabókin í höfðinu.

Skrítið.
Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti