Fara í aðalinnihald

Lygin á sér mörg andlit

 Fyrir mörgum árum lenti ég í vandræðum. Einstaklingur sem fann fyrir vanmætti hreytti í mig: "Ég er bara vangefinn!" Þessu svaraði ég með setningunni: "Nei, þú ert ekki vangefinn." 

Ég veit að rétta orðið er þroskaheftur, það er bara ekki orðið sem einstaklingurinn sem ég var að svara notaði.

Þriðji aðili frétti af þessum orðaskiptum og fór í vegferð. Ástu Svavarsdóttur skyldi refsað fyrir fordóma sína gagnvart þroskaheftu fólki. Á þessari vegferð tókst viðkomandi að búa til alls konar hluti og setja fram alls konar ásakanir og fann mér flest allt til foráttu. Sjálf áttaði ég mig illa á þessum ásökunum og um hvað þær snerust. Þetta voru allt frekar óljósar aðdróttanir. Þetta var linnulítið. Að lokum snerist þetta um það að Ástu Svavarsdóttur skyldi refsað fyrir þá yfirgengilegu frekju að dirfast að vera til og taka pláss í heiminum. 

Þetta gekk upp allan stigann og loks var fulltrúi frá yfir-yfir yfirstjórninni kallaður til. Það var haldinn fundur með mér, viðkomandi, fulltrúanum og fleira fólki. Ég var búin á því, ég var örmagna, þetta var búið að ganga á í marga mánuði. Þarna sat viðkomandi og hélt langa ræðu um öll mín ömurlegheit. Ég svaraði og sagði hvað hefði gerst.  Þessu svaraði viðkomandi með: "Já, já, þú ert alltaf að segja það sama."

Mig minnir að það hafi verið á nákvæmlega þessum tímapunkti þar sem fulltrúinn frá yfir-yfir yfirstjórninni leit til mín og náði augnsambandi. Og ég sá á svipnum á honum að hann vissi. Hann vissi hvað var að gerast. Þetta var búið og ég gekk í burtu laus allra mála. 


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti