fimmtudagur, október 28, 2004

Þar datt íbúðalánið inn um dyrnar og gjaldþrotið hætt að vera fjarlæg ógn. Vinna virðist vera eina skynsamlega lausnin en ég hef samt á tilfinningunni að verkfallið sé að fara að leysast. Ekki nema að vonin sé að hlaupa með mig í gönur. Það væri þá ekki í fyrsta skipti. Vont að hafa ekki spádómsgáfu. Ég hefði byrjað strax að vinna hefði ég vitað að þetta yrði svona langt. Núna finnst mér það ekki ekki taka því. But then again þá virðist engin lausn í sjónmáli.

Talandi um eðal hljómsveitina Nylon. Í haust þegar skólinn var að byrja þá mætti fólk í smartibus fötunum sem það hafði keypt um sumarið. Á fyrstu dögunum varð ljóst að einar fjórar áttu nákvæmlega eins jakka. Það er náttúrulega alveg glatað að vera smart og fínn og horfa svo á sama outfittið allsstaðar. Þá spurði einn hvort þær væru búnar að stofna pæjuhljómsveitina Stylon. Og er það nú hin opinbera skýring.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...