miðvikudagur, október 27, 2004

Það er ekki að spyrja að dugnaðinum, búin að þrífa heilt herbergi hátt og lágt. Afraksturinn er þeim mun meiri að ég bý, þrátt fyrir að vera hátekjumanneskja, í tveggja herbergja íbúð.
En af því að ég er að taka til þá fann ég gamalt tímarit Morgunblaðsins með viðtali við Helgu Braga og Stein Ármann. Og ég fór að pæla að núna dynur á okkur mikil umræða um offitu, sérstaklega á meðal barna. Hins vegar kom í sjónvarpið um daginn konur frá Speglinum og Bugl til að ræða um átröskunarsjúkdóma. Ég veit að átröskunarsjúkdómar eru mjög alvarlegir en er offita svona ofboðslega alvarleg eins og af er látið? Jú, mér skilst að börn séu að fái týpu 2 af sykursýki en síðast þegar ég vissi, og mér getur að sjálfsögðu skjátlast, þá var týpa 2 læknanleg. Auðvitað þarf að sporna við offitufaraldrinum en ég er ekki viss um að það sé rétt að þessu staðið. Nær áróðurinn til þeirra sem hann þarf að ná eða nær hann til hinna sem eru í hættu að fara að svelta sig og fá alvarlegri sjúkdóma fyrir vikið? Fyrir nú utan það að fyrirmyndirnar sem börnin hafa eru grindhoraðar. Og þá er ég ekki bara að tala um kvenkyns fyrirmyndir heldur strákana líka. Þeir vöðvastætir og skornir. Ég sá viðtala við Usher (sem ég held að sé voða vinsæll núna) og hann var að lýsa því að hann færi reglulega í stólpípumeðferð til að ,,hreinsa" sig.
Svo er náttúrulega ekki sama hvernig að þessu er staðið. Mér er t.d. sérstaklega minnisstætt viðtal við næringarráðgjafa í Fréttablaðinu fyrir þó nokkru sem lýsti því hversu ógeðfellt væri að sjá feitt fólk að dansa. Mér getur aftur og enn skjátlast en ég hélt í fávisku minni að öll hreyfing væri af hinu góða. En svona umfjöllun hvetur feitt fólk ekki til að hreyfa sig, er það? Hins vegar vil ég taka það fram af því að það er sérstaklega verið að tala um börn og offitu að ég er nú grunnskólakennari og ég sé ekki öll þessu feitu börn sem eiga eiga skv. umfjöllun að vera á landinu. Ég sé hins vegar mikið grönnum og ívið of grönnum stúlkum.
Mig langar að varpa fram spurningu. er raunverulegur ,,offitufaraldur" í gangi sem ógnar heilsu barna og fullorðinna eða ættum við að endurskoða fegurðaskyn okkkar aðeins?

3 ummæli:

  1. jú, veistu, þetta er til!

    Ég hélt líka að þetta væru stórkostlegar ýkjur, krakkarnir bæði í bekkjum dætra minna og í leikskóla sonarins, plús langflest sem ég kenni (þó ekki öll, enda kenni ég um 100 börnum) eru bara mjög fín og passleg). Hins vegar þegar ég fór með þá yngri á sundnámskeið í sumar upp í Árbæjarlaug sló þetta mig illilega. Það er bara fullt af börnum sem eru verulega mikið of þung.

    Sykursýki 2 er læknanleg, en ekki ef fólk hefur ekki hemil á þyngdinni, það er alltaf fyrsta atriði í lækningunni.

    That said þá er ég alveg sammála, fyrirmyndirnar eru fáránlegar og megrunarsjúkdómarnir miklum mun hættulegri en offitan. Næringarfræðingurinn með feitafólksdansfóbíuna er nú bara fífl, að láta sér detta í hug að láta svona lagað út úr sér! Það má alltaf deila um aðferðir, en allar rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri í Bandaríkjaástand í þessum málum, var ekki verið að sýna fram á að íslensk börn séu þau þyngstu í Evrópu? Ekki gott, ef satt er.

    Hvar kennir þú? Getur verið að þetta sé eitthvað hverfaskipt? Eins og ég sagði er ofþyngd ekki áberandi í Austurbæjarskóla.

    SvaraEyða
  2. Ég kenni uppi í Fellaskóla. Og eins og ég sagði þá get ég ekki séð offitu á börnunum þar.

    SvaraEyða
  3. Í stúlknakór sem ég fer nokkuð oft að hlusta á myndi ég segja að um þriðjungur stúlknanna sé amk 20 kílóum of þungur! Sá líka slatta af feitum krökkum á strengjanámskeiðinu um helgina.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...