Það búið að vera umræða um það í fjölmiðlum hvernig eigi að koma í veg fyrir þessi endalausu verkföll kennara og tryggja rétt barna til náms. Allir eru sammála um (í fjölmiðlunum) að verföll séu úrelt vopn sem eigi að banna. Hvernig kennarar og aðrar stéttir eigi að heyja sína kjarabaráttu í staðinn er ósagt látið. En krafan um að banna kennurum að fara í verkfall er mjög hávær.
Það er auðvitað mjög sniðugt. Það verður þá haldið áfram að valta yfir kennara á skítugum skónum og þeim borguð smánarlaun. Fólk mun hrekjast úr stéttinni og lítil sem engin endurnýjun mun eiga sér stað. Hvernig börn eiga að nýta sér réttinn til náms í kennaralausum skólum veit ég ekki enda ekki mitt vandamál þar sem ég verð hætt og farin.
Lausnin er hins vegar mjög einföld. Hvernig á að koma í veg fyrir þessu ,,endalausu" verkföll kennara?
Haldið ykkur fast, þetta er alveg ný hugmynd og fersk og engum í fjölmiðlunum hefur dottið þetta í hug.
Hvernig væri að borga þeim mannsæmandi laun svo þeir þurfi ekki í verkfall. Duh...
laugardagur, október 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
þessi endalausu verkföll kennara, já... alltaf í verkfalli? haha!
SvaraEyðaVerði verkfallsbann verður líka kennarasamningur að falla undir kjaradóm. Ekki nokkur verjanleg leið að taka réttinn af fólki án þess að það fái eitthvað í staðinn.