,,Það er merkilegt að heyra forystusveit kennara tala um að þeir hafi efni á því að fara í langt verkfall því verkfallssjóður sé svo digur. Það er ekki eins og verkfallssjóður sé kominn af himnum ofan heldur eru það kennararnir sjálfir sem borga í hann, allt of háa fjárhæð mánaðarlega. Hins vegar er vonlaust fyrir þá að ná þessum dýrmætu krónum til baka nema með því að fara í verkfall. Þetta er í meira lagi undarlegur hvati, og raunar ætti samninganefnd sveitarfélaganna að gera það að skilyrði fyrir samningum að hætt verði að fita þennan sjóð. Í verkfalli greiðir verkfallssjóður hverjum kennara í fullu starfi 3000 kr. hvern verkfallsdag eða um 90.000 kr á mánuði. Launahækkunin þarf því að vera umtalsverð einungis til þess að vinna upp launatapið í verkfallinu. "
Þetta sagði Davíð Guðjónsson um Enn eitt kennaraverkfall á Deiglunni um daginn.
Það eru náttúrulega hinar ýmsustu túlkanir um hina ýmsustu hluti. Þegar kennarar fara í verkfall þá er það til að ná út eign sinni. Svo reiknað út að þeir stógræði á tilboðum af því að þeir eru að fá bætur. Það væri voða gott ef það væri hægt að komast að niðurstöðu um þetta.
Hins vegar finnst mér það liggja ljóst fyrir að ,,bæturnar" hljóti að vera eign kennara þar sem þær koma af laununum okkar. Og verkfallssjóðurinn er ekki endalaus, þar inni er aðeins það sem við höfum greitt í hann.
Það átti sér umræða um það fyrir verkfall hvort maður gæti unnið í verkfallinu og hirt bæturnar líka. Mér og nokkrum fannst það ekki eðlilegt en öðrum fannst það eðlilegt því þetta væru peningar sem við ættum.
Það er eitthvað af fólki að vinna og hirðir bæturnar líka. Ber þeim þeim að endurgreiða þær? Fólk missir atvinnuleysisbætur um leið og það byrjar að vinna. Ef verkfallssjóðurinn er ekki eign kennara þá hlýtur það sama að gilda um verkfallsbæturnar og atvinnuleysisbæturnar.
þriðjudagur, október 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Væri gaman að sjá hvað margir hafa eiginlega efni á að sækja þessa peninga sem þeir eiga...
SvaraEyðasérkennilegur þessi gaur sem er alltaf að skrifa greinar um sýndarverkföllin og heldur því fram að bæði kennarar og sveitarfélög græði á því. Já, kennarar græða svo mikið á þessum níutíuþúsundkalli sem þeir fá í bætur, nebbla!
Ég held að það hangi ansi margir á horriminni á þessum ekki skattfrjálsu bótum og á meðan eru engin önnur laun. Þegar við fórum í okkar verkfall fyrir 4 árum þakkaði ég amk mínum sæla yfir því að mínar tekjur koma ekki nema að svona helmingi til frá kennslunni, því ekki var maður of sæll af bótunum. (ókei, ég er bara með 85% kennslu og fékk þar af leiðandi bara 85% bætur en samt...)