Það er engin spurning að Pitt-inn er sætur.


Hins vegar er það ákveðið umhugsunarefni að hann er ekkert sérstaklega mikill leikari. Hann er frægur aðeins og eingöngu vegna þess að hann er sæt ljóska með flottan kropp. Karlkyns útgáfa af Pamelu Anderson. Svo, af hverju eru sætir strákar mikils metnir með há laun en ekki stelpur? Ekki það að ég ætli að opinbera mínar fantasíur mikið á opinberum vettvangi en þá eiga þær það allta sameiginlegt að aðalleikarinn hefur nafn og andlit. Getur verið að það sé okkur konum sammerkt á meðan karlar eru meira í þessu nameless, faceless dæmi?
Sætir strákar á hvíta tjaldinu eru engin nýlunda. Clark Gable, Cary Grant, sjálfur Valentino. Þessir menn eru náttúrulega frægir út af því að þeir voru svo myndarlegir og konur höfðu svo gaman af að horfa á þá.
Er þá ónefndur sá sætasti af öllu sætu, nánast fullkomið eintak af karlmanni, Gregory Peck. Peck í hlutverki Atticus Finch er hin fullkomna blanda.

Ef það kæmi töfradís og byði mér að fara inn í þennan heim og giftast Atticus Finch í líkama Gregory Pecks þá myndi ég sko ekki þurfa að hugsa mig um.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir