Ágætur Kastljós þáttur. Ég er mjög ánægð með Jón Pétur. Gæti vel hugsað mér hann sem formann einhvers staðar. Góð spurning. Er það svona svakaleg frekja að fara fram á það að fólk um þrítugt verði með 230 þús. í mánaðarlaun 2008?
Kennarar borga í verkalýðsfélagið sitt af laununum sínum. Hluti af þessu fer í Vinnudeilusjóð. Ég hlýt því að álykta að þær ,,bætur" sem ég er að fá í verkfallinu séu í raun peningar sem ég á. Einhver snillingur hélt því nú fram að kennarar væru að fara verkfall aðallega til að ná peningunum sínum út. Þess vegna skil ég ekki af hverju við þurfum að borga staðgreiðslu af bótunum þar sem við erum nú þegar búin að því. En við borgum sem sagt staðgreiðslu af bótunum. Tel ég einnig nokkuð einsýnt að borga þurfi skatt af eingreiðslunni æðislegu sem dásamlega góði Ríkissáttasemjarinn bauð upp á. Allar meiningar um að kennarar séu að fá 190 þús. fyrir október með því að samþykkja þetta tilboð og þ.a.l. að stórgræða eru því tóm tjara. Ég tók 10 þús. út úr bankanum sem ég átti inni. Skv. sömu rökum hlýt ég þá að vera fá alveg 200 þús í tekjur fyrir október!
Ekki alveg.
Var í Verkfallsmiðstöðinni í morgun og hlustaði á Eirík. Það er rétt athugað hjá honum að það vekur væntingar að hafa samninganefndirnar í Karphúsinu. Falskar væntingar þegar þau steyta alltaf á sama steininum. Hvaða tilgangi þjónar það?
Ég hlustaði líka á kennarann sem stóð upp og hvatti fólk til dáða. Hún var góð.
mánudagur, október 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Jón Pétur er flottur, enda ekki landsins fjórði snjallasti kennari fyrir ekki neitt! (hver vann þá keppni nú aftur ;-) ;-) ;-)
SvaraEyðaStyðjum hann í baráttuna, Eiríkur er fínn en það mega alveg koma inn ferskar raddir og þó fyrr hefði verið. Fyndið hvað Guðrún Ebba týndist þegar hún settist í borgarstjórn...
Ég er ekki alveg viss en þegar Kristján sagði að síðsuti samningar hefðu verið góðir þá svaraði Jón Pétur að sveitastjórnunum fyndist það. Þá sagði Kristján að forysta kennara hefði líka verið svo ánægð með síðasta samning þá spurði Jón Pétur hvar sú forysta væri núna. Gæti hann verið að meina Guðrúnu Ebbu sem var formaður Félags grunnskólakennara og gerði svo ,,góðan" samning síðast og er nú í sveitastjórninni?
SvaraEyða