sunnudagur, október 24, 2004

Bíllinn minn, sem er ekki nýr og fínn jeppi eins og Birgir Björn á heldur Ford Orion '87, er eiginlega ónýtur. Bifvélavirkinn minn sagði að hann væri piece of crab og tæki því ekki að gera við hann til að koma honum í gegnum skoðun. En hann er samt með skoðun út nóvember svo ég hafði hugsað mér að keyra hann út. Nema hvað að í fyrradag vill hann ekki bakka út úr stæðinu. Gæti verið sambland af kulda og bensínleysi. Það er nefnilega gat á tanknum svo ég get ekki fyllt hann og þarf að koma mjög oft við á bensínstöðvum. Og svo byrjaði hann að juða og dó. Í kvöld dreg ég litlu systur út í björgunarleiðangur, kaupa bensín á brúsa sem mér tókst að sjálfsögðu að sulla út um allt og gefa mér start. Nema hvað, bíllinn fer ekki í gang. Ég sé mína sæng útbreidda og held að hann sé bara búinn á því. Þá stingur litla systir upp á að kaupa ísvara og setja í bensínið því það sé væntanlega raki í tanknum þar sem það er gat á honum. Ég hef svo sem litla trú á því en til í allt og viti menn! Bíllinn bara flaug í gang! Ég á klára litla systur.

1 ummæli:

  1. sneeðug :-)

    Ég henti einmitt minni gömlu 86 módel Mözdu í fyrra - nei, lýg því, ég seldi hana á tíuþúsundkall. Keypti mér aðra Mözdu, tíu árum yngri. Nei, lúxusjepparnir tíðkast ekki hér á bæ. Skil reyndar ekki í fólki sem kaupir sér nýja bíla, þegar þú keyrir bílinn út úr umboðinu lækkar hann um fleiri hundruð þúsundkall.

    Höfum einu sinni fengið nýjan bíl, maðurinn minn fékk bílahlunnindapakka hjá tölvufyrirtækinu sínu. Verð nú reyndar að viðurkenna að það var svolítið góð tilfinning að vera á glænýjum bíl. Svo skiluðum við honum bara þegar árin 3 runnu út, hlunnindasamningurinn var ekki endurnýjaður, tölvubólan var sprungin.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...