þriðjudagur, október 26, 2004

Um daginn þegar við systur vorum í bílastússinu þá var kona á bensínstöðinni að (sennilega) láta yfirfara bílinn eitthvbað fyrir veturinn. Afgreiðslumaðurinn er eitthvað að hjálpa henni og ég heyri hana segi hátt og snjallt: ,,Þetta að framan? Ég kann ekkert að opna það." Þegar ég kem út aftur þá er búið að opna húddið og maðurinn að spyrja um eitthvað og svörin alltaf á þá leið að: hún bara viti það ekki. Alltaf var þetta tilkynnt með hárri röddu og eins og hálfgerðu stolti.
Mikið rosalega fara svona ósjálfbjarga kellingar í taugarna á mér sem halda að það sé sjarmerandi að vita ekkert, kunna ekkert og geta ekkert. Skjóta þær.

3 ummæli:

  1. já, svona: Gvöööð, ésso vitlaus, blikk, blikk!

    SvaraEyða
  2. Já einmitt. En þótt þetta sé trikk þá held ég að þær séu samt ósjálfbjarga líka.

    SvaraEyða
  3. já, það held ég líka.

    Þegar ég var í menntaskóla (FG) sprakk einu sinni á bílnum mínum á leið í skólann (tja, mömmu bíl, sem ég hafði fengið lánaðan þennan dag, reyndar). Ég skipti nottla bara um dekk og fór með það sprungna á dekkjaverkstæði, mætti síðan í félagsfræði 20 mín of seint. Garðar félagsfræðikennari hvessti á mig augun, ég útskýrði að það hefði sprungið hjá mér, hann: Skiptirðu sjálf? ég: Auðvitað! hann: Þá gef ég þér ekki seint. Fínn hann Garðar...

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...