Um daginn þegar við systur vorum í bílastússinu þá var kona á bensínstöðinni að (sennilega) láta yfirfara bílinn eitthvbað fyrir veturinn. Afgreiðslumaðurinn er eitthvað að hjálpa henni og ég heyri hana segi hátt og snjallt: ,,Þetta að framan? Ég kann ekkert að opna það." Þegar ég kem út aftur þá er búið að opna húddið og maðurinn að spyrja um eitthvað og svörin alltaf á þá leið að: hún bara viti það ekki. Alltaf var þetta tilkynnt með hárri röddu og eins og hálfgerðu stolti.
Mikið rosalega fara svona ósjálfbjarga kellingar í taugarna á mér sem halda að það sé sjarmerandi að vita ekkert, kunna ekkert og geta ekkert. Skjóta þær.
þriðjudagur, október 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
já, svona: Gvöööð, ésso vitlaus, blikk, blikk!
SvaraEyðaJá einmitt. En þótt þetta sé trikk þá held ég að þær séu samt ósjálfbjarga líka.
SvaraEyðajá, það held ég líka.
SvaraEyðaÞegar ég var í menntaskóla (FG) sprakk einu sinni á bílnum mínum á leið í skólann (tja, mömmu bíl, sem ég hafði fengið lánaðan þennan dag, reyndar). Ég skipti nottla bara um dekk og fór með það sprungna á dekkjaverkstæði, mætti síðan í félagsfræði 20 mín of seint. Garðar félagsfræðikennari hvessti á mig augun, ég útskýrði að það hefði sprungið hjá mér, hann: Skiptirðu sjálf? ég: Auðvitað! hann: Þá gef ég þér ekki seint. Fínn hann Garðar...