föstudagur, október 29, 2004

Macchiavelli myndi standa upp og klappa Ásmundi Stefánssyni lof í lófa fyrir stórkostlega stjórnkænsku ef hann væri á lífi. Það sem var öðruvísi í þessari kjaradeilu miðað við þær sem á undan eru gengnar var hin mikla samstaða kennara og stuðningur við samninganefndina okkar. Kröfugangan sýndi það og sannaði svo um munaði enda kennarar orðnir langþreyttir á launakjörum sínum. Hvað er þá til ráða? Jú, það verður að svína fram hjá samninganefndinni og brjóta upp samstöðu kennara. Miðlunartillagan er fram hjá báðum samninganefndum, þær hafa mest lítið um hana að segja. Hvers vegna samninganefnd kennara samþykkti að fresta verkfalli skil ég hins vegar ekki og vil gjarna fá skýringu á því. Þvi það sem þetta hefur í för með sér er mjög einfalt:
Ég sjálf finn hvað ég er fegin og ánægð að vera byrjuð aftur að vinna. Mig klæjar í lófana að byrja kennsluna og keyra námsefnið áfram. Sérstaklega 10. bekkinn minn. Þjóðfélagið er ánægt að skólarnir séu aftur byrjaðir. Það eru allir ánægðir að lífið sé komið í eðlilegar skorður.
Halldór Ásgrímsson mætir í útvarpið og talar um að kennarar séu að fá: ,,verulegar kjarabætur". Birgir Björn talar um að: ,,þetta sé mikill kostnaðarauki fyrir sveitafélögin".
En hvað ef þetta er ekki rétt? Hvað ef þetta er einhver míní-hækkun? Ég hef enga hugmynd á hvaða forsendum ég er að vinna þessa dagana. Er ég að vinna á gamla skítasamningnum sem ég var í verkfalli í 6 vikur til að losna undan? Eða er ég að vinna á einhverri miðlunartillögu sem ég veit ekki einu sinni hver er? Við fáum tillöguna ekki í hendurnar fyrr en á mánudaginn. Okkar forsvarsmenn mega ekki koma og kynna okkur samninginn. Við megum ekki sýna utanaðkomandi fólki hann. Helst á hver og ein(n) að sitja heima hjá sér með dregið fyrir gluggana og finna út úr þessu sjálf(ur). Það er eitthvað gruggugt. Og þótt það megi ekki segja frá innihaldi tillögunnar þá mun hún leka í fjölmiðla. Það er næsta víst hvernig sú umfjöllun verður. Halldór er búinn að setja tóninn. Fréttaflutningur verður á þá leið að þetta sé góður samningur sem felur í sér verulegar kjarabætur. En ef svo er ekki hvað gera kennarar þá? Það verður mjög erfitt að fella tillöguna. Ég vil ekki fara aftur í verkfall. Foreldrar vera mjög óánægðir ef börnin verða send heim aftur. Þjóðfélagið verður kennurum enn andsnúnara en áður því allir verða sannfærðir um að miðlunartilagan feli í sér kjarabætur.
Já, Ásmundur, þetta var verulega klókt.

2 ummæli:

  1. Í guðana bænum ekki samþykkja þennan skeinipappír hans Ásmundar Ásta! Það er SVO MARGT AÐ þessu plaggi að það er ekki pappírsins virði!

    Jóhannes Þ.

    SvaraEyða
  2. Don't worry, ég fórna ekki langtímahagsmunum fyrir skammtímahagsmuni.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...