Endurminningar ófaglærðs starfsmanns. Part tú.

Á Landsanum var tölva inni hjá ritaranum sem bara hann og hjúkkurnar máttu nota. Ein hjúkkan sat heilu og hálfu kvöldvaktirnar á irkinu og þótti það í góðu lagi. Einum starfsmanni (sumarafleysingamanni sem þekkti ekki sinn stað í heiminum) varð það á að fara í tölvuna og honum var sko vinsamlega bent á að ekki væri til þess ætlast að starfsmenn færu í tölvuna. Svo settist hún niður og hélt áfram að spjalla á irkinu eða fletta Banana Republic eða eitthvað annað álíka starfstengt.
Þegar allt var farið að loga í illdeilum því stjórnendur gátu ekki tekið á neinu og ég fékk höfuðverk upp á hvern einasta dag út af eiturspýjunni úr loftræstingunni sem aldrei er hreinsuð þá flutti ég mig á Kleppinn.

Ahh.. Kleppurinn er allt annar heimur. Ég hafði sagt frá því þegar ég bað um flutninginn að ég það væri betra ef ég fengi að kíkja í tölvu út af náminu. Kennslufræðin er mjög tölvusinnuð (enda tölvur hluti af nútíð okkar og framtíð) og við fengum allar upplýsingar á netinu. Og af því að ófaglærðir starfsmenn eru á skítakaupi þá hafði ég ekki efni á að kaupa tölvu. Nú, það var ekki nema sjálfsagt, á þessari deild mættu allir kíkja í tölvuna innan skynsamlegra marka (t.d. búið að taka út alla leiki af skiljanlegum ástæðum) og Landspítalinn rekur líka upplýsingaveitu á netinu sem allir (ég myndi undirstrika allir ef ég kynni það) eiga að hafa aðgang að.
En það sem meira var, samfélagið á Kleppnum var mun vinalegra í alla staði. Starfsmenn, hjúkkur og læknar voru samstarfsmenn og ekki til þessi stéttahroki sem ríkir á Landspítalanum. Ég varð hálfhissa til að byrja með þegar einn læknirinn fór að tala við mig eins og ég væri bara, tja, venjuleg manneskja. (Síðar kom það reyndar upp úr dúrnum að ég var að taka eitthvað frá einhverjum og var gert kristalljóst hvað til míns friðar heyrði.)
Þetta var mjög góður tími. Staðurinn er fallegur og góður andi í húsinu. En af því að Landsanum hélst svo illa á fólki (það þolir náttúrulega enginn við í þessum skítamóral) þá var ákveðið að sameina tvær deildir og flytja okkur nauðungaflutningum á Landsann. Starfsmenn voru að sjálfsögðu ekkert inntir álits á þessari ráðagerð, þeir fylgja bara með eins hver annar búfénaður. Ég mótmælti þessu kröftuglega en var bent á að menning fælist í fólki en ekki veggjum. Mikið skelfilega reyndist það rangt.

To be continued, fylgist með launamálum, tölvum og Litla Prinsinum sem allt leyfðist.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir