sunnudagur, nóvember 24, 2002

Ossið er gjörsamlega brjálað. Var að frétta að nágrannadrengur minn hefði fengið ,,lánað" hjólið mitt undanfarnar vikur. Fór niður í hjólageymslu og ætlaði að læsa hjólinu þá var lásinn klipptur á ofninum og búið að hækka sæti og stýri í hæð drengsins. Náði í foreldrana og úthellti mér yfir þá. Mamman kannaðist við að hann hefði sagst hafa tekið hjól einu sinni sem aldrei væri notað. Í fyrsta lagi þá nota ég hjólið á sumrin og í öðru lagi; hvað með það þótt hjólið væri aldrei notað? Það gefur honum ekki rétt til að taka það. Urrr!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...