föstudagur, nóvember 22, 2002

Takk frændi, mér líður strax betur. Og þegar ég fer að hugsa um það þá var Biggi miðaldra strax í menntaskóla. Hann var með nákvæmlega sömu klippinguna og klæðaburðinn sem hann skartar nú.
Heyrði út undan mér að Íslendingar ætluðu að styðja árás á Írak ef af henni verður. Við vorum aðilar að stríði þegar NATO réðst á Bosníu (if memory serves) Ég held að það hafi verið ákvæði í samningnum þegar Jón Baldvin og co skriðu á fjórum fótum til Keflavíkur og grátbáðu Kanann um að vera lengur að Íslendingar yrðu að styðja allt hernaðarbrambolt Kanans í framtíðinni. Alla vega ekki mótmæla. Það var svartur dagur í sögu Íslands þegar Kaninn ætlaði að fara og við báðum hann um að vera lengur út af peningunum.
Gleður mig að Evrópubandalagið er búið að sýna sitt rétta andlit. Sum okkar vissu þetta reyndar alltaf. Nægir að nefna Mastricht samkomulagið sem Danir urðu að kjósa um tvisvar. Ef aðildaþjóðir neita einhverju þá verða þær bara að kjósa aftur. Þær hafa rétt til að segja já. Og Írar, þeir þurftu líka að kjósa aftur núna um daginn.
Skil ekki hvernig sumum Íslendingum dettur það í hug að við getum fengið aðgang að Bandalaginu án þess að láta neitt í staðinn. Það einasta eina sem við höfum að bjóða er fiskurinn því við erum algjört bananalýðveldi ennþá. Svo auðvitað fara þeir fram á aðgang að sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskimiðunum. Það liggur alveg í augum uppi og ég skil bara ekki hvað þarf að ræða það frekar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...