Það hafa verið einhverjar sögusagnir og slúður í bloggheimum sem ég hef algjörlega misst af. Tók hins vegar eftir að Hilma er hætt að blogga en hef ekki hugmynd um af hverju. Las svo pistilinn hennar Salvarar um atburði síðustu daga svo ég er aðeins inni í málinu.
Þar sem ég er svo til nýbyrjaður bloggari þá hef ég ekki velt mikið fyrir mér siðferði á netinu. Bloggheimar eru hins vegar opinber staður það er ekki hægt að neita því og bera fyrir sig að þetta sé samfélag fárra. Ég er mjög hrifin af frelsinu sem hér ríkir, ég get skrifað allt sem mér sýnist án þess að eiga það á hættu að vera ritskoðuð. En það sem er á netinu geta allir séð. Svo rætnar kjaftasögur um nafgreinda einstaklinga eiga ekki hér heima. Það er engin skerðing á mínu frelsi þótt ég láti það eiga sig að drulla yfir nafngreinda einstaklinga eða einstaklinga sem allir geta áttað sig á hverjir eru. Ég hef talað illa um ónafngreinda einstaklinga, ég játa það fúslega. Og þeir sem til þekkja vita nákvæmlega um hverja ég var að tala enda var leikurinn til þess gerður. Það er kannski máttlaus afsökun en ég þekki fáa landsþekkta einstaklinga svo alþjóð gat ekki áttað sig hverjir þetta voru.
Ef við spáum í af hverju fólk bloggar þá er mín skoðun sú að öll skrif eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að setja sína eigin hugsun, skoðun og tilfinningar í rökrétt samhengi. Að geta tekið eitthvað sem sveimar um í sálardjúpunum á blað og horft á það hlutlaust. Í öðru lagi þá er það í eðli skrifta að vera lesið. Það skrifar enginn fyrir skúffuna. Ferlinu er ekki lokið fyrr en það er kominn lesandi að skrifunum. Fólk sem skrifar dagbækur gerir það í þeirri von að einhver lesi það. Dagbókin sem ,,ég" skrifa bara fyrir ,,mig" er ekki til. Lesendur ljúka ferlinu en að skrifa bara til þess að fá lesendur er röng forsenda.
föstudagur, desember 13, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli