Hljóp út úr húsi upp úr hálfníu í morgun en var lengur að labba niður í Borgartún en ég gerði ráð fyrir svo ég gat ekki hvatt samninganefndina okkar nema bara í huganum. Náði samt hópnum og gekk niður í Ráðhús þar sem enginn var og líka niður í menntamálaráðuneyti þar sem enginn var heldur. Tókst m.a.s. að troða mér í sjónvarpið. Mætti að sjálfsögðu í gömlu, götóttu lopapeysunni til að sýna það hvað við erum fátæk. Hmm, reyndar ekki, ég misreiknaði mig bara með veðrið.

Litla systir sá svo aumur á okkur fórnarlömbum verkfallsins, mér og litlu frænku, og fór með okkur í hestaleiðangur. Það var mjög gaman. Ætli að henni takist ekki fljótlega að smita mig af hestabakteríunni. Bara búin að reyna í 11 ár. Ég fer náttúrulega létt með það að kaupa mér hest og allar græjur eftir að launahækkunin gengur í gegn. Þ.e.a.s. eftir að ég er búin að gera upp skuldirnar. Fékk launaseðil í hús í gær. Útborguð laun eru 0 kr. Og svo er fullt af mínusum á blaðinu. Ég skulda sem sagt Reykjavíkurborg einhvern slatta af peningum. Den tid, den sorg.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir