Nýi blandarinn er alveg massa-græja. Spændi upp í boost-sjeik banana, hálft epli, hálfa peru, skyr.is, undanrennu og klaka. Hellti þessu í mig ásamt vítamínum. Ef ég verð ekki glæsileg á veiðunum þá veit ég ekki hvað! Reyndar er ég að hugsa um að hætta við veiðarnar og fara bara í Man not included. Sparar mér talsvert vesen. Að vísu er þetta í Englandi og Írlandi. Ég hafði heyrt um stað í Danmörku sem væri eiginlega betra því ég á vísa gistingu þar. En svo er spurning hvort Írarnir séu ekki sætari. Þarf aðeins að velta þessu fyrir mér.

Er að hugsa um að koma mér upp myndaalbúmi svo ég geti sagt kattasöguna almennilega, hún kallar eiginlega á myndir.
Mér er sem sagt farið að leiðast í verkfallinu.

Ummæli

  1. Þeir eru á Írlandi, Spáni, Noregi, Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi svo nú er bara að velja :)

    SvaraEyða
  2. Noregur, kannski...?

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista