miðvikudagur, október 13, 2004

Ég vil nú bara gjarna fara að komast aftur í vinnuna mína. Hátekjuvinnuna miklu sem fólk með stúdentspróf eitt að vopni slær út í launum og er svo bara hneykslað að maður sé ósáttur við kjörin. Almáttugur að kennarar skuli dirfast að bera sig saman við aðra launþega í landinu. Ég er búin að öðlast djúpstæðan skilning á því af hverju það gengur svona illa að semja ef þetta er viðhorfið.

1 ummæli:

  1. Ef þú hefur ekki lokið háskólagráðunni þá ertu ekki með háskólagráðu, alveg sama hversu margar einingar þú ert búinn með. Þ.a.l. er eina gráðan þín stúdentspróf. Kennsla er réttindastarf sem útheimtir prófið. Það sem ég og allir aðrir kennarar eru ósáttir við er það að háskólaprófið okkar er einskis virði. Þú mátt alveg kalla það menntahroka ef þér líður eitthvað betur með það.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...