þriðjudagur, október 12, 2004

Við systurnar fórum í heilsubótargöngu á nýverið, held alveg örugglega um helgi, og þá heyrðum við í partíi og var að spila gamalt eighties lag. Ég þaut alveg beina leið í reykmettaðan kjallarann á Otrateignum. Ah, nostalgían. Svona ,,list" var vinsæl í þá tíð

og skreytti margan vegginn og gott ef ekki plötualbúmin. Var ekki Duran Duran með svona umslag.
Alla vega, ég var sem sagt líka að muna að Live Aid á að koma út á diski 1. nóv. Bíð spennt.

2 ummæli:

  1. Mikið rétt, álíka mynd prýddi plötuna Rio með Duran Duran. Sú plata kom út árið árið 1982 og var sú næst fyrsta sem ég fjárfesti í (fyrsta platan sem ég keypti var með Nenu). Í sumar keypti ég Rio á CD (plötuspilarinn ónýtur). Algjör snilld sem ég hlusta oft á :)

    SvaraEyða
  2. bara kaupa nýjan plötuspilara, fást fínir í Pfaff! (frekar dýrir, held ég reyndar)

    Ég tók minn aftur í notkun um daginn, mikið gaman að hlusta á allar gömlu plöturnar...

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...