Já, ókey. Nýja lífið átti náttúrulega að byrja í gær en það er ómögulegt ap láta freistingarnar liggja út um allt og reyna tækla mann í lengri tíma svo ég ákvað að þær þyrftu að hverfa. Sem fyrst. Til þess að nýja lífinu yrði ekki stefnt í hættu á fyrstu og viðkvæmustu dögum þess. Svo Machintoshið er búið. Auk þess þá er nýjársdagur ekkert alvöru dagur. Það er svona liggja-uppi-í-sófa-og-horfa-á-vídeó dagur. Hérna einu sinni sýndi Stöð 2 alltaf Sound of Music á nýjársdag og fannst mér það mjög skemmtilegt. En hún hætti því svo ég horfði bara á fyrstu myndina í Lord of the Rings í staðinn. Náði samt ekki alveg að klára hana þar sem ég varð innlyksa hjá mútter (nei, það var sko ekkert partýstand og þynnka í gangi hjá mér. Bara góð (og aldurhnigin!) mömmustelpa) og hún heimtaði að fá að horfa á fréttir í sjónvarpinu sínu á sínu heimili. Frekjan alltaf hreint í þessari konu. Hins vegar varð ég alveg sannfærð um að ég bara yrði að fá mér breiðtjaldssjónvarp svo Lord of the Rings njóti sín betur. Og svo ætla ég að kaupa lengri útgáfurnar þegar þær fara á útsölu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir