mánudagur, janúar 03, 2005

Látið ekki sakleysislegt útlitið blekkja!
Vargatítla
Já, við fyrstu sýn virðist þetta ósköp eðlilegur köttur. En hún er það ekki!
Ég var hringd út um tvöleytið í dag því að þessi vargur, þessi glæpaköttur hafði ráðist á litlu, sætu kisustelpuna mína þar sem hún svaf í sakleysi sínu. Þær voru í fangbrögðum þegar litla systir sleit þær í sundur! Og litla, sæta kisustelpan mín var öll útklóruð með, ég er gjörsamlega miður mín, bitsár á bringunni. Svo það var brunað upp á Dýraspítala þar sem hún var sprautuð með pensilínsprautu. Það er ekki nóg með að verða fyrir svona svívirðulegu launsátri heldur þurfti hún að fara í bíl! Og fá sprautu! Á meðan skraðræðisgripurinn var heima og hrósaði sigri og þóttist aldeilis hafa tekist að hrekja keppinautinn að heiman.
Þegar við komum aftur heim og Snotra litla, fórnarlambið, faldi sig uppi í glugga og rétt gjóaði einu auga í genum rifu til að fylgjast með ofbeldisseggnum, þá lá Kolfinna í leyni fyrir Dúlla. Ég ætlaði að taka hana upp og ræða þessa hegðun aðeins þá réðist hún á mig! Og nú er höndin á mér buff tartar!
Er til dýrageðlæknir? Hún þarf virkilega að fara í þerapíu.

4 ummæli:

  1. Þetta er nú meira skaðræðisdýrið!! En hvað um það; Gleðilegt nýtt ár og hafðu það sem allra best á því herrans ári 2005!!

    SvaraEyða
  2. Takk, sömuleiðis!
    Hún hefur sennilega verið tekin of snemma frá mömmu sinni, þessi elska.

    SvaraEyða
  3. Ja hérna. Ég á sem sagt ekki að fá mér annan kött. Svo ég skilji þetta rétt, hvað ertu með marga ketti á heimilinu?

    SvaraEyða
  4. Kettirnir eru örfáir, bara fjórir. Við erum búnar að vera með Kolfinnu í tæpt ár og þegar ég segi ,,við" þá meina ég hitt heimilið. Ég er löngu flutt að heiman en er alltaf með annan fótinn í mæðgnabyggð. Svo í rauninni þá er það ekki ég sem gef þeim að borða.
    Snotra hugði víst á hefndir í dag en var stoppuð af. Ég er ekki alveg sátt við það, er mjög hrædd um að sjálfsálitið hafi beðið einhverja hnekki.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...