,,Kallið mig bara fröken PBS" sagði míns á fundi í dag þar sem ég lofaði PBS (positive behavioural support) kerfið okkar í hástert. Samstarfsfólk mitt er alveg bit á jákvæðninni og sumir spyrja hvað mér hafi verið gefið á Kleppi í sumar. Sumir spyrja reyndar af hverju mér hafi verið hleypt út aftur. Skil nú ekki alveg hvað það á að fyrirstilla. I am the beacon of mental health!
Það er auðvitað mjög einföld skýring á gleði minni. Ég nýt þeirra forréttinda að vera í skemmtilegasta starfi í heimi, í góðum skóla sem er að gera góða hluti. Ég hef alveg tröllatrú á PBS kerfinu. (Ingunnar skóli er líka að vinna með þetta.) Þetta hljómar ferlega amerískt og kannski hálf klisjukennt en staðreyndin er sú að eftir að ég fór að smella þá fór ég að leita eftir því jákvæða. Og þegar maður er innstilltur á að finna það jákvæða þá sér maður þetta 99% sem er í góðu lagi en ekki bara þetta 1% sem hefur tilhneigingu til að taka alla athyglina. Það er miklu betra sjónarhorn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir