Ég er svo sem enginn sérfræðingur í ritningunum, skrifunartíma þeirra eða þýðingunum í gegnum aldirnar. Mér finnst samt eins og ég hafi heyrt að sú þýðing sem við höfum hingað til notast við sé meingölluð og í hana hafi verið bætt síðari tíma fordómum og dómhörku sem ekki er til staðar í frumtexta. Svo ég held að Gunnari í Krossinum skjátlist algjörlega. Það væri gaman ef einhver vissi eitthvað um þetta. Ég nenni ekki alveg að pæla í gegnum mikla doðranta núna.

Ummæli

  1. Takk fyrir þetta. Er þessi vist í himnum ekki síðari tíma tilbúningur? En ég er líka að spá í gamla testamentið og breytingar og þýðingar á því í gegnum tíðina. Ég er að spá í þetta út frá frumtextum og textatúlkun. Tilvera eða ekki-tilvera Guðs og Jesú er aukaatriði í málinu.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir