Jú, jú, vindurinn sá um að dreifa grasfræjunum. Grasáburðinum líka. Svo vökvuðum við allt saman. Notalegasti dagur í sveitinni. Við stærri frænka lágum í setningafræði og er það hið besta mál. Ég hef engar áhyggjur af því núna að kenna krökkunum þetta. Pís off keik.
Þegar ég var búin með aukatímann í morgun þá kom ég við í bakaríinu að kaupa brauð, sem er auðvitað ekki í frásögur færandi. Nema hvað að þarna voru ung hjón með litla strákinn sinn. Mæðginin eru inni í bakaríninu og mamman segir við strákinn: ,,Hvað langar þér í?" Ég er með bitfar í tungunni.

Hvað á það eiginlega að þýða að vera ekki með almennilegt sjónvarpsefni á laugardögum? Hvað eiga miðaldra piparjúnkur af sér að gera?

Ummæli

  1. Sammála þessu með sjónvarpsefnið, þetta er alveg eins hér í Svíaríki. Alveg furðulegt að hafa glatað efni um helgar en ýmislegt áhugavert seint á kvöldin virka daga.
    Er ekki bara best að skella sér í háttinn með spennandi bók? Ég ætla alla vega að gera það. Það er mun skemmtilegra en að fara með sambýlismanninum á þungarokkstónleika eins og mér var boðið.... Við erum sko ekki alveg með sama músiksmekk á mínu heimili...

    SvaraEyða
  2. Æ jú, góð bók klikkar aldrei. Ég var einmitt að kaupa eina eftir Kathy Reichs. Held ég hafi aldrei lesið neitt eftir hana áður. Svo á ég líka ólesinn árgang af Tarzanblöðum:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista