Loksins komst það á hreint að það á að stytta framhaldsskólann. Langar að benda á smá pistil sem ég skrifaði á kennaraspjallið fyrir talsvert löngu síðan. Er reyndar um ýmislegt en m.a. þessa styttingu. Þorgerður sagði í fréttunum að þetta hafi staðið til í lengri tíma. Já, af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Nobody else wants this. Ein af röksemdafærslunum er sú að það er verið að samræma okkur við önnur lönd. Ég sat málfund hjá Vinstri-Grænum þar sem ýmislegt kom fram. Samkvæmt fólki sem hefur stundað háskólanám í öðrum löndum og þekkir til, eins og t.d. í Bandaríkjunum, þá þarf fólk að byrja á undirbúningsári. Nema Íslendingar, þeir koma svo vel menntaðir upp úr framhaldsskólanum.
Nú þegar gengur frekar illa að fá réttindakennara til starfa í framhaldsskólum úti á landi (sjá t.d. umræðuna um Menntaskólann á Ísafirði) af því að það er ekki hægt að bjóða fólki fullar stöður. Stöðugildin rýrna í kjölfarið á styttingunni og enn erfiðara verður að fá réttindakennara út á land.
Það á að þrýsta meira námi niður í grunnskólanna sem er auðvitað bóklegt nám svo verk-og listgreinum verður ýtt enn lengra út í horn. Það er náttúrulega rosa sanngjarnt gagnvart þeim nemendum sem eru ekki mjög sterkir á bóknámssviðinu, þá er hægt að útiloka algjörlega að þeir njóti sín einhvers staðar. það vill nefnilega dálítið gleymast að grunnskólinn hýsir alla, ekki bara þá sem eru sterkir bóknámslega og fara í framhaldsskóla. Samkvæmt Fræðslumiðstöð á að miða að einstsaklingsmiðuðu námi og koma til móts við alla. Hvernig það samrýmist enn meiri áherslu á bóknámsgreinar er svo auðvitað allt önnur saga. Svona álíka gáfulegt og öll þessu samræmdu próf sem er verið að troða alls staðar.
Ég er sammála Elnu Katrínu um það að mörkin mega vera meira fljótandi. Börn mættu koma upp í grunnskólana 5 ára eða jafnvel bíða þar til þau yrðu 7. Fólk mætti taka samræmdu prófin í 9. bekk eða jafnvel vera árinu lengur. Það eru nefnilega fullt af nemendum sem fara ekki í framhaldsskóla af hinum ýmsu ástæðum. Þá mætti auka veg verkgreina í grunnskólum og jafnvel búa svo um hnúta að nemendur gætu fengið það metið í iðnnámi og lokið sveinsprófi á tveimur árum. Þá mætti alveg endurskoða kröfurnar í ýmsum greinum. Ég á t.d. kunningja sem er mjög flinkur bifvélavirki en getur ekki klárað prófið af því að hann er með enskufötlun. Það má alveg endurskoða menntakerfið og lagfæra það en ég held að flatur niðurskurður á framhaldsskólum sé ekki það besta fyrir ungmenni landsins.
sunnudagur, maí 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Nýverið fórum við yngri sonurinn til Reykjavíkur þar sem hann fór á námskeið. Ég er að undirbúa hann fyrir forsetaframboð, ég ætla mér að ve...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli