Það er komið nýtt fólk í húsið hjá mér sem er auðvitað í góðu lagi. Það reykir sem kemur mér að sjálfsögðu ekkert við. Nema hvað að það reykir á ganginum sem ég er ekki par hrifin af og tel mig bara vera í fullum rétti til að vera ósátt. Svo ég fór að leita að No Smoking merki sem ég gæti hengt upp (ég er sko formaður húsfélagsins) og fann ýmsar góðar myndir eins t.d. þessa.
Þessi er dalítið góð líka
En ég ætla ekki að hengja þetta upp. Bara svona
með Vinsamlegast virðið rétt þeirra sem reykja ekki fyrir neðan.
sunnudagur, júní 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Það er kannski rétt að taka fram að fólkið fer ekki fram á gang beinínis til að reykja. Það hins vegar gengur um stigaganginn með sígaretturnar logandi þegar það er að fara út eða koma inn og skilur eftir sig lyktina. Ég lenti einmitt í svona reykjarslóða fyrr í kvöld þegar ég var að koma úr þvottahúsinu.
SvaraEyða