Ósköp er það ljúft að þurfa ekki að gera neitt. Ég hef nú samt gengið frá ýmsum endum í dag en það bara svo notalegt að hafa tíma til þess, you see. Fór í bankann og gekk frá ýmsum innheimtuaðgerðum varðandi húsfélagið og fékk svo eyðublað varðandi gjaldkeraskipti. Þarf auðvitað að skipta um gjaldkera í stigagangnum og formann húsfélagsins þegar ég fer í sveitina. Búin að sitja uppi með þessi embætti aaaalltooof lengi.
Nýja merkið mitt sem sportar myndinni í miðjunni
fær enn að hanga uppi en eitthvað er það samt krumpað. Leyfi nágrannanum að spá í þetta næstu vikuna þar sem ég mun vera í menningarreisu í París á meðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli