Ég hef mjög gaman af teiknimyndasögum. Fyrir nokkru fór ég á útsöluna í Perlunni og keypti þá nokkra árganga af Tarzan sem og bækurnar um Alex sem Fjölvi gaf út hér á árum áður. Alex er ungur maður sem er fyrst þræll en losnar og kemst síðan í náðina hjá Sesar og er sendur út af örkinni í hin ýmsu ævintýri. Í einni af fyrstu bókunum kynnist hann ungum dreng sem heitir Enak og sá drengur verður hálfgerður fóstursonur hjá Alex og fer með honum út um allt. Allt í lagi, svona tvenndir eru mjög vinsælar, ber hæst Tinna og Kolbein, þá Ástrík og Steinrík og Sval og Val. Ég man nú ekki fleiri í augnablikinu. Samband Tinna og Kolbeins hefur nú alltaf verið dálítið duló, Tinnu aldrei við kvenmann kenndur og Kolbeinn á flótta undan einu konunni sem kemur fyrir í þessum sögum og sýnir honum áhuga. Þeir búa m.a.s. saman. Ástríkur og Steinríkur hafa nú orðið skotnir í einhverjum konum og Ástríki jafnvel kennt barn í eitt skipti, sem var samt auðvitað rangt. Svalur og Valur búa saman en Valur fór einhvern tíma í fjörurnar við einhverja stelpu. Auðvitað eru þetta bara teiknimyndasögur og Kolbeinn, Steinríkur og Valur þjóna sem comedian sidekick og kannski ekki hægt að ætlast til að teiknimyndafígúrur lifi eins og fólk flest. Fjölskyldufyrirkomulagið í Andabæ er t.d. afar undarlegt, eintómar frænkur og frændur en engir foreldrar. En þetta samband Alexar og Enaks er hins vegar aðeins of eitthvað. Alex hefur alltaf miklar áhyggjur af Enak og hrópar og kallar á hann. Enak hættir sér í eitthvað og hleypur svo í fangið á Alex þegar hann verður hræddur og Alex verndar hann.

En mér fannst fulllangt gengið þegar ég las Vofu Karþagóar og hún byrjar á því að þeir vinirnir sitja fyrir á höggmynd og eru naktir. Seinna verður ung og sæt stelpa hrifin af Alex en hann má ekkert vera að sinna því, Enak er nefnilega týndur! Það sem gerir alveg útslagið er svo þegar það er sýnt að þeir sofa í sama rúmi og báðir kviknaktir. Kannski er það bara ég:)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir