Búin að fjárfesta í tveimur sjálfshjálparbókum. Annars vegar He's just not that into you, keypti að vísu óvart bite-size útgáfuna,og megrunarbókinni hans Doktor Phil. Lítið gagn í að vera með tilfinningaflækjur á fitubömmer í Aðaldalnum. Hef sko öðrum hnöppum að hneppa!
Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”
Ég einhvern veginn efast um að "He's not that into you" passi við íslenskar aðstæður.
SvaraEyðaÞessi stefnumótamenning Bandaríkjamanna er náttúrulega allt önnur en okkar. Hins vegar er talsvert "common-sense" í þessu.
SvaraEyðaMaður pikkar bara út það sem hentar.