Live Aid var gjörsamlega æðislegt á sínum tíma. Ég beið í ofvæni eftir að tónleikarnir yrðu gefnir út á DVD og hrelldi litla stráka í plötubúðum með reglulegum fyrirspurnum. Ég missti gjörsamlega af Live Eight. Sennilega aldurinn. Styð málefnið heils hugar en bara... Ég var að spá í að fara á Duran Duran tónleikana en svo nennti ég því ekki þegar upp var staðið. Ég var alltaf Whammari og er enn í hjarta mínu:)
Er búin að eyða helginni með ógeðslegum raðmorðingja og er nú byrjuð á næstu bók. En sem komið er finnst mér Patricia Cornwell betri en Kathy. En ferlega þarf að yfirlýsa þær í myndatökunum!
sunnudagur, júlí 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
"Datt í" patricu Cornwell fyrir nokkrum árum og las allt sem ég fann eftir hana. Hef ekki prófa þessa Katie en kannski geri ég það nú í sumar þegar maður hefur ekkert betra að gera en að lúra yfir krimmum. Er alveg hugfangin af Lizu Markund um þessar mundir - elska svona sænska krimma a la Sövall og Wahlö :-)
SvaraEyðaLiza Marklund er mjög góð en ég er nú samt skotnari í Sjöwahl og Wahlö:) Martin Beck og Erlendur hans Arnaldar eru tvíburabræður.
SvaraEyðaRétt er það amk. andlega skyldir.
SvaraEyðaÞað er svo skrýtið með þessar bækur eftir Sjövahl og Wahlö að það skiptir engu hversu oft maður les þær, það er alltaf gaman. Hef lesið sumar þeirra 4 sinnum og finnst þær alveg þola það :-)