Fara í aðalinnihald
Búslóðir hafa tilhneigingu til að safnast upp. Fólk kaupir sér nýtt og gamalt dót fer í geymslu. Afar og ömmur deyja og búslóðinni skipt upp. Ég er t.d. með gamla sófasettið frá pabba og mömmu. Ég er líka með gamla hjónarúmið þeirra. þegar afi dó og það var hreinsað út úr kompunni hans og ömmu þá kom út gamla barnarúmið okkar systra. Foreldrar mínir höfðu sem sagt lumað dóti í geymsluna hjá gömlu hjónunum. Einhverra hluta vegna þótti sjálfsagt að ég tæki þetta rúm. Opinbera ástæðan var sú að það var enn þá pláss í minni geymslu, sem er ekki rétt því rúmið er búið að vera á faraldsfæti á kompuganginum nágrönnum mínum til leiðinda. Raunveralega ástæðan held ég að hafi verið þrýstingur. Sama ástæða held ég að hafi legið á bak við að ég fékk barnaföt í hausinn.
Jæja, nú er ég ekki að ganga út og er komin með back-up planið í gang, sem er að fara út á land. Sagnir herma að karlmenn séu í meirihluta á landsbyggðinni. Einhleypir suður-þingeyskir bændur vita ekki enn á hverju þeir eiga von en það liggur alveg ljóst fyrir að einn þeirra mun giftast mér og eignast með mér börn. Make no mistake about that! Hins vegar hef ég áhyggjur af að tilgangur minn verði full augljós ef ég mæti, pipraða kennslukonan, bæði með hjóna- og barnarúm í farteskinu. Ég vil ekki eiga það á hættu að á bresti bændaflótti úr dalnum. Run to hills!
Æi, nei. Ætli ég verði ekki að skilja barnarúmið eftir.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com