Ég er búin að pakka bókum í þrjá kassa allt í allt og það sér ekki högg á vatni. Ég er eiginlega búin að taka þá ákvörðun að taka sem minnst af bókum með en þá losna bókahillur og ég er að bæta við mig hillum svo það er frekar asnalegt. Svo þarf ég að bera kassana niður í kompu anyways svo mig munar ekkert um að bera þá út í bíl. Best að velta þessu dálítið fyrir sér. Hætta að pakka og horfa á Gone with the Wind. Gable er nú sætur.
Ég hef átt eitthvað erfitt með svefn undanfarið, best að laga smá kaffi og spá í það líka.
Að endingu vill móðir mín koma því á framfæri að hún leggi Snotru ekki í einelti og Kolfinna sé ekki uppáhalds kötturinn. Henni þyki vænst um Jósefínu af því að hún er fyrsti kötturinn og er orðin elst, 15 ára og svo þyki henni næstvænst um Dúlla sem er kötturinn hennar.
Dúlli sem upphaflega hét Krúsilíus.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Æ....hvað Dúlli er mikil "dúlla". Minnir mig á okkar áskæra heimiliskött sem heitir Skuggi. Gangi þér vel að pakka.:-)
SvaraEyða