Til þín

Ég er bæði feit og fríð,
faðmur, kossar mildir.
Þig myndi' elska alla tíð,
ef þú bara vildir.

Var að kjökra yfir Helga og Jóhönnu og fór að hugsa. Maður ætti eiginlega að hugsa sem minnst.

Ummæli

  1. Var myndin í gær? Mig langaði svo að sjá hana. Helgi á heima í götunni minni. Einn morguninn í vetur þegar ég var að fara í vinnuna fann ég hann liggjandi á götunni og hringdi í sjúkrabíl fyrir hann. Ég hélt í hendina á honum á meðan við biðum og hann ræddi um hvað það er erfitt að vera gamall, mikið var mér illt í hjartanu eftir þetta.

    SvaraEyða
  2. Æ, var það hann greyið. Það er náttúrulega sérstaklega vont að vera gamall þegar maður er svo paranojaður að maður afþakkar alla aðstoð frá kerfinu.
    Þetta var fín mynd og mjög vel farið með veikindi konunnar.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista