Gerði þá merku uppgötvun í dag að ég kann ekki neitt. Mig langar óskaplega að hafa eitthvað verklegt á stundaskrá hjá nemendum mínum en ég kann hvorki að sauma né smíða, hvað þá að vinna í leir eða leður. Ekki kann ég heldur mikið að kokka. Ég hef engu að síður fest matreiðslutíma í stundaskrá því þótt ég kunni lítið sem ekkert að elda þá læri ég það bara. Ég ætla líka að vera algjör plága á smíða- og saumakennurunum og athuga hvort ég læri ekki eitthvað.
Talandi um að kunna ekki neitt þá fór ég á kvenfélagsfund í kvöld. Kvenfélög landsins sitja nú við að sauma dúkkur til styrktar UNICEF. Sá saumaskapur hefur reynst mun meiri vinna en félagskonur áttuðu sig á í byrjun og dúkkurnar farnar að vera tilefni hinna svakalegustu martraða. Þar sem ég kann ekki neitt og er saumavélafötluð þá var ég sett í að sauma hár á eina dúkkuna. Það gekk nú ágætlega þó fyrst yrði hún dálítið þunnhærð, auðvelt að staga í það. Égmundi það þarna að eitt sinn bjó ég nú til dúkku, hinn víðfræga Gústa, þegar ég var í gagnfræðiskóla.
Mér fannst þetta mjög skemmtileg stund að sitja þarna með hinum konunum og spjalla og segja sögur yfir saumavélun og bróderíi. Svo var sú gleðifregn tilkynnt að samstarfskona mín hafði eignast barn í dag. Tilkynningin hafði borist með SMS og verið svohljóðandi: ,,Kemst ekki í vinnuna á morgun. Var að eignast barn í hádeginu." Ég áttaði mig á því núna í kvöld að íslenskar konur eru mjög merkilegt fyrirbæri.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Ég man eftir Gústa. Var með voða fínt hár. Held að hann sé til einhverstaðar enn.
SvaraEyða