Hrynjandi fyrirspurn - taka tvö
Ég held ég hafi fattað eitthvað en vil endilega fá staðfestingu. Er þetta rétt samið?
Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig
Rumskar vofa þess sem aldrei varð,
vefur skýjaborg kringum mig.
Þetta byggist á tvíliðum nema í annarri og fjórðu línu þar sem ég smelli inn einni þríliðu í öðrum braglið. Skv. Óskari þá á þetta að vera í lagi af því það brýtur upp einhæfni. (Nema í ferskeytlu en þetta er hluti af stærra kvæði.) Svo er spurning 2. Er of langt á milli stuðlanna í þriðju línu?
mánudagur, ágúst 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Þríliðurnar trufla mig ekki, en hins vegar er rétt hjá þér að það er helst til langt milli stuðlanna í þriðju línu.
SvaraEyðaÉg er sem sagt að ná hrynjandinni? Það er ágætt.
SvaraEyðaEn af hverju verður stuðullinn allaf að vera í þriðja lið? Ég sé að þriðja línan er vitlaus en er ekki allt í lagi með þá fyrstu? Fyrri stuðullinn er í áherslu og það er ekki of langt á milli seinni stuðulsins og höfuðstafsins.
Stuðlarnir eru í 1. og 2. braglið en betra væri 1. og 3., úr því það eru 4. bragliðir.
SvaraEyðaJá, ókey. Ég sé það líka núna þegar ég fer að pæla í því að það er betra.
SvaraEyðajamm, svolítið langt í höfuðstafinn.
SvaraEyðaAf hverju er þetta ástæða til að hætta við að gerast kennari? Mér finnst bragfræði mjög skemmtileg. Tala nú ekki um þegar maður er farinn að fatta:)
SvaraEyða