Brá mér í fótbolta í skólanum áðan. Hljóp af stað og bakverkurinn brjálaðist í fyrsta skrefi og ætlaði mig lifandi að drepa. Ég reyndi nú samt að skrölta aðeins í von um að hann minnkaði þegar ég hitnaði en því var ekki að heilsa. Ég sá engan annan leik í stöðunni en að henda mér á stóru strákana í von um að hægja aðeins á þeim, ég var nefnilega með litlu krökkunum í liði gegn 10. bekk.
Bakverkurinn er óvenju slæmur núna því ég er að reyna að vinna á honum. Hlutirnar þurfa víst alltaf að versna fyrst áður en þeir batna. Ég vona það alla vega. Vona að hann sé ekki bara að versna!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista