Loksins heyrði ég hanann á þarnæsta bæ gala. Það var um þrjúleytið í dag svo ég skil hvað nágrannakona mín meinar þegar hún talar um tímavillta hanann. Mér fannst náttúrulega ferlega sniðugt að heyra hanagal inn um gluggann enda að fara yfrum af væmni hérna í fallegu sveitinni.
Dagurinn hefur verið góður. Dásamlegt veður og litlu villingarnir mínir sætir og góðir.
Hafði heimalagaða pizzu í kvöldmatinn. Setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti. Hef nú stórkostlegar áhyggjur af því að heilhveiti þurfi að bakast lengur en venjulegt hveiti og að gerið sé að gerjast í maganum á mér. Þarf að útfæra pizzugerðina aðeins, þetta heppnaðist ekki eins vel hjá´mér og krökkunum um daginn.
Er búin að komast að því af hverju ég er óvenju slæm í bakinu. Þegar Sjónvarpsmarkaðurinn var ég hét þá keypti ég AB-slider. (Hey! Jackie Chan notar svoleiðis!) Svo þegar ég var að flytja þá fann ég hann rykfallinn inni í skáp. Vegna eiginmannsleitarinnar er ég að reyna að verða mjó og sexý og hef notað græjuna. Fann á netinu í dag að hún er slæm fyrir bakið ef maður er ekki þegar í toppformi með sterkt bak. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sennilega ekki í toppformi. Það kemur mér náttúrulega verulega á óvart.
föstudagur, september 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli