fimmtudagur, október 13, 2005

Greip til örþrifaráða í gær, strauk úr vinnunni og fór til læknis. Strokið var framið í hinu íslenska kraftaverkatrausti að ég fengi bara pillur sem ,,redduð'essu." Því var nú ekki að heilsa. Var sett í rannsóknir því lækninum fannst flensan orðin ansi langvinn og vildi tryggja að ég væri ekki alvarlega veik. Niðurstaðan var sú að ég er ekki alvarlega veik og svo var ég send heim. Ókey, allt gott að vita að maður sé ekki fárveikur en... I'm still bloody sick! Að vísu, og ég viðurkenni þetta með semingi, þá er það sálfræðilega gott að vita að þetta sé bara pest. Ég var reyndar búin að komast að því þegar ég sá að bloggrúnturinn er að veikjast og var farin að halda að þetta væri tölvuvírus (ha, ha, I'm so funny) því pestin var ekki komin á Norð-Austurlandið. En hún er komin núna. Ég er búin að dreifa henni.

2 ummæli:

  1. Ég held að þetta SÉ tölvuvírus, því að eina fólkið sem ég þekki sem er veikt (fyrir utan mig) eru aðrir bloggarar.

    Góðan bata! :)

    SvaraEyða
  2. Takk sömuleiðis:)

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...