fimmtudagur, janúar 15, 2009

Jafnræðið.

Sigurjón Árnason kom í sjónvarpið fyrir nokkru og nefndi að sér þætti skrítið að ekki væri evrópskur innistæðutryggingasjóður fyrst allt ætti að vera svona opið og fjármagnsflæði ætti að vera á milli landa. Núna er SÁ ekki sérlega hátt skrifaður fjármálaspekúlant í mínum huga en þetta fannst mér merkilegt.  Það hlýtur að segja sig sjálft að íslenskir bankar eru ekki samkeppnishæfir í stóra heimi ef þeir geta ekki orðið stærri en velta íslenska ríkisins leyfir. Þeir eru ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli í hinu dásamlega Evrópusamstarfi. 

Formannsframbjóðandinn er með ágætan pistil í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...