Það kemur fram í hverri fréttafyrirsögninni á fætur annarri að Huang Nubo fái Grímsstaði í 40 ár. Ef þessir sömu fjölmiðlar myndu lesa sína eigin frétt þá kæmust þeir snarlega að því að þetta er ekki rétt. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um málið.
Í fréttinni segir:
,,Atvinnuþróunarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hafa skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög á Norður- og Austurlandi geti eignast land á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar lagt til að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70 prósenta hlut jarðarinnar. Sveitarfélögin sjálf leggi til eigið fé við stofnun félagsins, en ekki er gert ráð fyrir skuldsetningu eða ábyrgðum sveitarfélaganna tengt kaupunum. "
Þetta eru sem sagt hugmyndir sem Atvinnuþróunarfélögin eru að leggja til um hvernig sé mögulega hægt að útfæra... ef og kannski... Skil jú? Engin ákvörðun hefur verið tekin.
Það hlýtur líka að vera hægt að skoða fundargerðir sveitarstjórna til að komast að hvað hefur verið samþykkt og hvað ekki.
Það skal tekið fram að mbl.is kann enn og skilur viðtengingarhátt.
Þessar hugmyndir á að leggja fyrir ríkisstjórnarfund. Eru miklar líkur á að þetta verði samþykkt? Nei? Hvað er þá í gangi? Hvernig væri að fjölmiðlar veltu því aðeins fyrir sér.
Í fréttinni segir:
,,Atvinnuþróunarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hafa skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög á Norður- og Austurlandi geti eignast land á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar lagt til að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70 prósenta hlut jarðarinnar. Sveitarfélögin sjálf leggi til eigið fé við stofnun félagsins, en ekki er gert ráð fyrir skuldsetningu eða ábyrgðum sveitarfélaganna tengt kaupunum. "
Þetta eru sem sagt hugmyndir sem Atvinnuþróunarfélögin eru að leggja til um hvernig sé mögulega hægt að útfæra... ef og kannski... Skil jú? Engin ákvörðun hefur verið tekin.
Það hlýtur líka að vera hægt að skoða fundargerðir sveitarstjórna til að komast að hvað hefur verið samþykkt og hvað ekki.
Það skal tekið fram að mbl.is kann enn og skilur viðtengingarhátt.
Þessar hugmyndir á að leggja fyrir ríkisstjórnarfund. Eru miklar líkur á að þetta verði samþykkt? Nei? Hvað er þá í gangi? Hvernig væri að fjölmiðlar veltu því aðeins fyrir sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli