Same old same old, I know. Engu að síður er hér smá punktur sem ég verð að koma að.
Í fundargerð sveitarstjórnar frá 4. des. sl.segir:
Enn sem komið er er þetta einungis tillaga. Eina samþykktin sem gerð var á fundinum er að vísa þessari tillögu til fræðslunefndar til umsagnar. Ok, so far, so good.
Nú þurfum við að átta okkur á hvað felst í umsögn.
Nú hafa ýmsir aðilar umsagnarrétt um ýmis mál. Sveitarstjórnir hafa t.d. umsagnarrétt um ýmislegt sem Alþingi leggur til. Hagsmunaaðilar hafa einnig umsagnarrétt um tilllögur og lagabreytingar sem snúa að þeim. Nú finn ég litlar skilgreiningar um umsögn um lagafrumvarp, umsagnaraðila og umsagnarrétt. Hins vegar fann ég á vef Innanríkisráðuneytisins Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga. Neðst á síðunni er Word skjal með drögunum sem og greinargerð með þeim.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst eðlilegt að sé einhverjum send tillaga til umsagnar þá eigi umsagnaraðilinn að fá allar upplýsingar sem tillagan byggir á.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort fastanefnd geti verið umsagnaraðili um eitthvað sem frá sveitarstjórn kemur.
Í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar segir:
Fastanefndir eru fagnefndir sveitarfélagsins og sveitarstjórn vísar málum til þeirra, þ.e. fyrst fjallar nefndin um málið og hún sendir síðan tillögu til sveitarstjórnar, ekki öfugt.
Þá felst umsagnarrétturinn í því að hagsmunaaðilar komi sínum sjónarmiðum á framfæri og fræðslunefnd er svo sannarlega ekki hagsmunaaðili. Skólaráð er það hins vegar klárlega.
Í fastanefndir veljast fulltrúar framboðanna, hlutfallslega miðað við útkomu úr sveitarstjórnarkosningum. Nefndirnar eru pólitískt skipaðar, hreinar undirnefndir sveitarstjórnar. Núna er það t.d. varaoddviti sem vísar málinu til umsagnar fræðslunefndar, en svo skemmtilega vill til að hún er formaður nefndarinnar. Er eðlilegt að hún stýri umsagnarvinnunni líka?
Ég minni á að ég er ekki löglærð, ég er bara að pæla.
Í fundargerð sveitarstjórnar frá 4. des. sl.segir:
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum A lista um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla:
„Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun.“
Þá lagði varaoddviti fram tillögu að eftirfarandi málsmeðferð:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til Fræðslunefndar og skólaráðs Þingeyjarskóla til umsagnar og óskar þess að umsögnin berist eigi síðar en 15. desember.“ (Feitletrun mín.)
......
Fyrri tillaga um málsmeðferð samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.
Enn sem komið er er þetta einungis tillaga. Eina samþykktin sem gerð var á fundinum er að vísa þessari tillögu til fræðslunefndar til umsagnar. Ok, so far, so good.
Nú þurfum við að átta okkur á hvað felst í umsögn.
Nú hafa ýmsir aðilar umsagnarrétt um ýmis mál. Sveitarstjórnir hafa t.d. umsagnarrétt um ýmislegt sem Alþingi leggur til. Hagsmunaaðilar hafa einnig umsagnarrétt um tilllögur og lagabreytingar sem snúa að þeim. Nú finn ég litlar skilgreiningar um umsögn um lagafrumvarp, umsagnaraðila og umsagnarrétt. Hins vegar fann ég á vef Innanríkisráðuneytisins Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga. Neðst á síðunni er Word skjal með drögunum sem og greinargerð með þeim.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst eðlilegt að sé einhverjum send tillaga til umsagnar þá eigi umsagnaraðilinn að fá allar upplýsingar sem tillagan byggir á.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort fastanefnd geti verið umsagnaraðili um eitthvað sem frá sveitarstjórn kemur.
Í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar segir:
V. KAFLI
Fastanefndir, ráð og stjórnir.
27. gr.
Kosning í fastanefndir og kjörtímabil.
Sveitarstjórn kýs fulltrúa í nefndir eftir því sem fyrir er mælt í lögum og samþykkt þessari. Slíkar nefndir teljast fastanefndir sveitarstjórnar.
Kjörtímabil fastanefnda er hið sama og sveitarstjórnar,
Fastanefndir eru fagnefndir sveitarfélagsins og sveitarstjórn vísar málum til þeirra, þ.e. fyrst fjallar nefndin um málið og hún sendir síðan tillögu til sveitarstjórnar, ekki öfugt.
Þá felst umsagnarrétturinn í því að hagsmunaaðilar komi sínum sjónarmiðum á framfæri og fræðslunefnd er svo sannarlega ekki hagsmunaaðili. Skólaráð er það hins vegar klárlega.
Í fastanefndir veljast fulltrúar framboðanna, hlutfallslega miðað við útkomu úr sveitarstjórnarkosningum. Nefndirnar eru pólitískt skipaðar, hreinar undirnefndir sveitarstjórnar. Núna er það t.d. varaoddviti sem vísar málinu til umsagnar fræðslunefndar, en svo skemmtilega vill til að hún er formaður nefndarinnar. Er eðlilegt að hún stýri umsagnarvinnunni líka?
Ég minni á að ég er ekki löglærð, ég er bara að pæla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli