Af engri sérstakri ástæðu ætla ég núna að fara aðeins yfir
rökfræði.
Ég hef átt samtal sem var einhvern veginn svona:
Ég (rosalega ljúf og indæl eins og ég er alltaf): Ég skil ekki það sem þér finnst en mig langar að skilja það. Viltu útskýra það fyrir mér?Viðmælandi (verður reiður): Skilurðu það ekki! Þú ert nú ljóta fíflið! Lestu ekki blöðin?!Ég (frekar sárt, viðkvæmt lítið blóm.) Jú, jú, en ég hef ekki séð þessar greinar sem útskýra þetta svona nákvæmlega...Viðmælandi (hryssingslegur): Þetta er í öllum blöðum!
True story.
Þetta kalla ég ekki röksemdafærslu, þetta kalla ég
rakalausan þvætting.
Til eru á netinu nokkrar útskýringar
á vondum röksemdafærslum. Hér má
skoða myndskreytta útgáfu.
Ég ætla líka að þýða nokkrar.
Ad hominum: Þetta hefur skýrt hér á Íslandi á þann
veg að fara í manninn en ekki boltann. Þetta er það sem vinur minn hér að ofan
gerði. Réðst á mig og mitt gáfnafar af því að ég sá ekki það sem honum fannst
augljóst. (Ég er að vísu bráðvel gefin og honum skjátlast. Bara svo það sé á hreinu.)
Vitna til hefða: Vegna þess að eitthvað hefur alltaf
verið einhvern veginn þýðir það ekki að það sé rétt. Konur hafa verið
undirskipaðar um aldir og eru enn. Still doesn‘t make it right.
Annað hvort eða: Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á
móti okkur. Oh, ef lífið væri svona einfalt.
Sönnunarbyrðin: Ef einhver heldur einhverju fram þá
ber honum að rökstyðja/sanna fullyrðingu sína. Því miður reyna margir að láta „andstæðinginn“
afsanna fullyrðinguna. Það er heldur erfitt að afsanna eitthvað sem er ekki
til. Þ.a.l. er mun eðlilegra að sá sem heldur því fram sanni fullyrðinguna.
Ég hvet fólk til að kynna sér þetta. Góð röksemdafærsla
gerir allar rökræður betri og skemmtilegri,
Engin ummæli:
Skrifa ummæli