Feluleikur

Á Íslandi sem og víðar gilda lög eins og td. stjórnsýslulög, sveitarstjórnarlög og upplýsingalög. Ætlast er til að landsmenn fari eftir lögum og ekki síður að stjórnvald fari eftir lögum. Valdhafar eru nefnilega í yfirburðastöðu gagnvart þegnum sínum og afar brýnt að tryggja að valdhafar misnoti sér ekki þá yfirburðastöðu. Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um hvernig hlutirnir eigi að ganga fyrir sig. Upplýsingalögin snúast hins vegar um rétt almennings til að vita hvað valdhafinn er að aðhafast, einmitt til þess að veita honum aðhald.
Í fyrstu grein upplýsingalaga segir:

I. kafli. Markmið og gildissvið.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja:
   1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi,
   2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi,
   3. aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum,
   4. möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni,
   5. traust almennings á stjórnsýslunni.


Nú ber svo við að auglýst hefur verið eftir skólastjóra í Þingeyjarskóla og lauk umsóknarfresti fyrir 9 dögum síðan. Nýr skólastjóri tekur til starfa 1. mars eða eftir 9 daga héðan í frá.
Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segist ætla að birta lista yfir umsækjendur en bara ekki strax.
7. grein Upplýsingalaga er alveg skýr;

7. gr. Upplýsingar um málefni starfsmanna.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgRéttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgÞegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:
   1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,
   2. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,
   4. launakjör æðstu stjórnenda,
   5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgEnn fremur er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgMeð sama hætti ber að veita almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir lög þessi skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr.:
   1. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgAlmenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.


Öllum þeim sem sækja um opinbert starf má vera það ljóst að opinbera má nöfn þeirra.  Sé einhver því andvígur þá held ég að leyfilegt sé að óska nafnleyndar.* Þannig að ekki er það vernd gagnvart umsækjendum sem veldur.
Í rauninni eru þetta nauðaómerkilegar upplýsingar og því algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ekki má opinbera listann strax eins og stjórnvaldi ber að gera samkvæmt lagaákvæðisins hljóðan. Það stendur nefnilega ekki að löngu liðnum umsóknarfresti loknum.
Það er einhver ástæða fyrir þessum feluleik og slíkar ástæður eru aldrei góðar.

Hvað eruð þið að fela?




Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir