Vinnubrögð - Fundargerðir

Sveitarstjórn, fundur nr. 145. Dags. 8.5.2014


6.      Kynning á mögulegri ljósleiðaravæðingu:
Til fundarins mætti Gunnar Björn Þórhallsson frá fyrirtækinu Tengir hf. til að kynna möguleika á ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og frumathugun á því verkefni.

Sveitarstjórn þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Sveitarstjórn samþykkir að láta gera frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu og samþykkir allt að 300 þús.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna verkefnisins. *(Litbreyting mín.)



Sveitarstjórn, fundur nr. 151.  Dags. 21.8.2014


1.      Frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu
Tengir hf. var fengið til þess að vinna frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggur minnisblaði frá Gunnari B. Þórhallssyni f.h. Tengis hf. um framkvæmd og kostnað.

Sveitarstjórn óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum um málið og í framhaldinu fund með Gunnari. (Litbreyting mín.)


 Sveitarstjórn, fundur nr. 152.  Dags. 4.9.2014.


1.      Frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu
Gunnar B. Þórhallsson framkvæmdastjóri Tengis hf. mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir þeirra vinnu á frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu, framkvæmd og kostnaði.

Oddvit lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn stefnir að því að leggja ljósleiðara um allt sveitarfélagið á næstu þrem til fimm árum og felur Atvinnumálanefnd og sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja sem fyrst fyrir sveitarstjórn tillögu um framhaldið.“

Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista.

Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Það er fyllilega ljóst að ljósleiðarvæðing sveitarfélagsins bætir lífsgæði íbúa sem og búsetuskilyrði í sveitarfélaginu og því eðlilegt að þessu máli sé haldið lifandi og unnið að því. Hins vegar teljum við að fjárhagsstaða Þingeyjarsveitar í dag sé ekki þess borin að geta farið
í þessa vinnu með miklum fjárútlátum á þessum tímapunkti. Svo þarf einnig að huga verulega vel að því hvernig fyrirkomulag varðandi t.d. eignarhald á ljósleiðara innan sveitarfélagsins yrði háttað. Að þessu sögðu getum við fulltrúar T-lista samþykkt að málið fari til Atvinnumálanefndar og skoðað þar í eðlilegum tímaramma.“ (Litbreyting mín.)


 Atvinnumálanefnd, fundur nr. 19. Dags. 29.9.2014

 4.    Árni kynnti hugmyndir sem fram hafa komið  um að ljósleiða væða sveitarfélagið, og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna um þær athuganir sem fram hafa farið.Tengir hf. hefur unnið frumhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu á ljósleiðara á  öll lögbýli í sveitarfélaginu.
 (Litbreyting mín.)
  
Atvinnumálanefnd, fundur nr. 20. Dags. 14.1.2015



1. Ljósleiðari.       Árni gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert eftir bestu getu um hvernig ríkið hyggst koma að því að ljósleiðavæða landið. Búið er að leggja alþjónustukvöð á  Mílu. Líklegt er að langt sé  í að það verði komið að okkur í ljósleiðaravæðingu eftir því sem upplýsingar liggja fyrir í dag um alþjónustu kvöð á Mílu. Hægt væri að sækja um styrki í jöfnunarsjóð alþjónustu af alþjónustu veitanda.

Ari gerði grein fyrir samtölum sínum við Karl Hálfdánarson sem hefur verið í ljósleiðavæða á nokkrum stöðum á landinu. Karl telur að hægt sé að ljósleiðavæða fyrir lægri peningaupphæð en Tengi hefur gefið okkur upp.

Ákveðið að hafa samband við Mílu, Karl Hálfdánarson og Tengi til að reyna að fá samanburðarhæfar upplýsingar um verð og gæði.Og einnig ákveðið að kanna hvaða leiðir eru færar í að sækja um styrki til verksins. (Litbreyting mín.)

Skil ég það rétt að hingað til hafi ekki verið talað við neitt annað fyrirtæki en Tengi varðandi risastóra og mjög dýra framkvæmd í sveitarfélaginu?

Leyfist mér að benda á 24. grein sveitarstjórnalaga:
24. gr. Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna.
Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.

 Takk Ari.

*Það kemur ekki fram þarna hver á að gera þessa frumathugun. Ég var farin af fundi að sækja börnin mín enda lá ekkert frekar fyrir fundinum en oddviti hafði samband við mig í gegnum síma og ég samþykkti þetta þrátt fyrir að mér væri tjáð að Tengi ætti að vinna frumathugun. Ég gerði þáverandi oddvita samt grein fyrir því að ég hefði efasemdir um aðkomu hagsmunaaðila svo snemma í ferlinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir