miðvikudagur, febrúar 18, 2015

Vinsamleg tilmæli

Mig langar að benda sveitarstjórn og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar á að nú eru 8 dagar síðan umsóknarfrestur um skólastjórastöðu Þingeyjarskóla rann út. Skv. Upplýsingalögum 7. grein. þá höfum við rétt á að vita hverjir sóttu um. Í greininni segir „þegar umsóknarfrestur er liðinn“ svo tíminn sem þið hafið haft er orðinn alveg ríflegur.

 
Fyrst ég er nú að tjatta við ykkur svona á vinalegu nótunum þá vil ég endilega koma því að að mér þykir það ákaflega misráðið að fá ekki utanaðkomandi aðila til að meta umsækjendur og ráða í starfið. 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...