Undanfarið ár hefur fjölskyldan verið áskrifandi að Stöð 2 og Skjá einum. Það hefur verið rætt svona annað slagið að segja upp áskriftinni enda ekki horft það mikið á sjónvarp að það svari þessum kostnaði. Nema næstyngsti meðlimurinn sem liggur í barnaefninu. Áskriftin er mjög dýr ca. fimm þúsund að Skjánum og rétt tæplega átta þúsund að Stöð 2. Þá ætla ég ekki að ræða þjónustu Stöðvar 2 við landsbyggðina en við fáum ekki jafnmikið fyrir peningana okkar og suðvesturhornið. Né sömu tilboð, auðvitað.
Á gamlársdag sendi ég tölvupóst til beggja sjónvarpsstöðva og segi upp áskriftinni. Ég veit að ég er sein og held að ég þurfi í versta falli að borga janúar. Mig minnir að Skjárinn hafi lokast 2. janúar.
Um kvöldið 2. janúar berst mér svohljóðandi tölvupóstur:
Á þetta að vera fyndið? Ég sendi eftirfarandi svar:
Þessu er ekki svarað. Þegar ég fer yfir kreditkortareikninginn minn núna þá sé ég á honum rukkun fyrir áskrift upp á litlar 8.905,- kr af því að Stöð 2 þóknaðist að hækka áskriftina algjörlega einhliða um áramótin.
Þegar ég skoða skilmálana þá sé ég að þeir eru talsvert strangir.
Mér skilst að sjónvarpsstöðvar eigi á brattann að sækja núorðið vegna aukinnar netnotkunar en ég get alveg sagt Stöð 2 að svona nauðungaráskrift er henni ekki til framdráttar. Mætti ég stinga upp á lægri áskrift og betri þjónustu.
Á gamlársdag sendi ég tölvupóst til beggja sjónvarpsstöðva og segi upp áskriftinni. Ég veit að ég er sein og held að ég þurfi í versta falli að borga janúar. Mig minnir að Skjárinn hafi lokast 2. janúar.
Um kvöldið 2. janúar berst mér svohljóðandi tölvupóstur:
Sæl Ásta,
Uppsögn hefur verið gerð og tekur því gildi 28.2.2015 vegna þess að það er mánaðar uppsagnarfrestur og miðast fresturinn við mánaðarmót.
Kær kveðja,
Áskriftardeild Stöðvar 2
Á þetta að vera fyndið? Ég sendi eftirfarandi svar:
Sæl Áskriftardeild Stöðvar 2.
Nei.
Tölvubréf mitt var sannanlega sent 31. des. Uppsögnin tekur því gildi 31. janúar.
Kær kveðja,
Ásta Svavarsdóttir
Þessu er ekki svarað. Þegar ég fer yfir kreditkortareikninginn minn núna þá sé ég á honum rukkun fyrir áskrift upp á litlar 8.905,- kr af því að Stöð 2 þóknaðist að hækka áskriftina algjörlega einhliða um áramótin.
Þegar ég skoða skilmálana þá sé ég að þeir eru talsvert strangir.
Mér skilst að sjónvarpsstöðvar eigi á brattann að sækja núorðið vegna aukinnar netnotkunar en ég get alveg sagt Stöð 2 að svona nauðungaráskrift er henni ekki til framdráttar. Mætti ég stinga upp á lægri áskrift og betri þjónustu.
Ekki alveg upplifunin, núna. |
Við lentum nú heldur betur illa í stöð 2 !
SvaraEyðaÞannig er mál með vexti að eftir langan umhugsunartíma ákveðum ég og maðurinn minn að gerast áskrifendur í september síðastliðnum, fáum okkur skemmtipakkann sem átti að kosta um 14 þús krónurnar á mánuði, í mesta lagi mundu bætast 1500 kr ofan á þessa upphæð ef við skildum fara yfir eitthvað x mikið gagnamagn! Þannig að þetta ætti þá mest að geta farið upp í 15500 kr.
Enn allt kom fyrir ekki, næstu mánaðarmót fóru yfir 16 þús krónur, við kipptum okkur nu ekki mikoð upp við það, næsti mánuður fór yfir 17 þús, og sá næsti fór yfir 19 þús þá sögðum við stopp !
Hringjum inn eftir í stöð 2, og spurðum hvað væri eiginlega í gangi, þá fengum við þau svör að það væri óvart einhver tvírukkun, og að það ætti nú að vera hægt að lagfæra það, enn við ákveðum að segja áskriftinni upp í nóvember, það stóðst bara ekkert af því sem þau sögðu, ég greiddi ekki nóvember mánuðinn strax vegna þess að við höfðum hreinlega ekki efni á því, og þá er okkur tilkynnt að það sé uppsagnarfrestur á áskriftinni,enn til þess að gera langa sögu stutta þá var ég að semja við mótus núna í byrjun febrúar og ég þurfti að borga þeim 20 % af heildar skuldinni sem voru rúmar 32 þús krónur og þarf að greiða rúmar 18 þús kr á mánuði næstu sex mánuði ! Semsagt þessir 3 mánuðir sem við vorum með stöð 2 kostuðu okkur yfir 150 þús krónur þegar upp er staðið ! Þetta er lyginni líkast enn ég hef þetta allt á pappírum !!
Stöð 2 er eitt mesta skíta fyrirtæki sem ég hef átt viðskipti við og mun aldrei aftur skipta við þá !