Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í Sigmundarmál nóg er rætt og ritað en það er samt tvennt sem ég vil koma inn á:
Í 3. grein II kafla stjórnsýslulaga Sérstakt hæfi segir:
Ólafur Jóhannesson sem var nú eðal framsóknarmaður sagði í bók sinni Stjórnarfarsréttur I-II
sem gefin var út 1974:
Í öðru lagi þá hafa stjórnmálamenn þurft að líða fyrir gerðir maka sinna sbr. Þorgerður Katrín. Hún er hætt stjórnmálaafskiptum og þegar það var rétt svo ámálgað að hún færi í forsetaframboð þá var kúlulán eiginmannsins umsvifalaust dregið fram í dagsljósið. Forsetaframboðið náði ekki lengra.
Þá vil ég ítreka þá skoðun mína að fólk sem leggur ekki til það sem því ber í samfélagssjóði á ekki að höndla með þá. Hvort sem það eru alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk.
Taki til sín sem eiga.
Í 3. grein II kafla stjórnsýslulaga Sérstakt hæfi segir:
3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.
5. [Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir. Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Verði undirmaður vanhæfur til meðferðar máls verða næstu yfirmenn hans aftur á móti ekki vanhæfir til meðferðar þess af þeirri ástæðu einni.]1)
6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
1)L. 49/2002, 1. gr.
Ólafur Jóhannesson sem var nú eðal framsóknarmaður sagði í bók sinni Stjórnarfarsréttur I-II
sem gefin var út 1974:
Nú sýnir reynslan, að dómgreind stjórnvalds er varlega treystandi, þegar það sjálft eða nánir vandamenn þess eru við mál riðnir og eiga hagsmuna að gæta í sambandi við málsúrslit. Afstaða þess mótast þá oft – vitandi eða óafvitandi – af þessum persónulegum hagsmunum. Þegar þannig stendur á, er næsta lítil trygging fyrir réttum og hlutlægum ákvörðunum stjórnvalds. Réttaröryggi sýnist því best borgið, ef stjórnvald er almennt talið vanhæft til ákvörðunar í máli, þegar málsúrslit varða það sjálft eða nákomna vensla menn þess verulega.(Leturbreyting mín.)
Í öðru lagi þá hafa stjórnmálamenn þurft að líða fyrir gerðir maka sinna sbr. Þorgerður Katrín. Hún er hætt stjórnmálaafskiptum og þegar það var rétt svo ámálgað að hún færi í forsetaframboð þá var kúlulán eiginmannsins umsvifalaust dregið fram í dagsljósið. Forsetaframboðið náði ekki lengra.
Ber mér að gjalda maka míns? |
Þá vil ég ítreka þá skoðun mína að fólk sem leggur ekki til það sem því ber í samfélagssjóði á ekki að höndla með þá. Hvort sem það eru alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk.
Taki til sín sem eiga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli