Fara í aðalinnihald

Nokkur orð um femínisma


Í gær rakst ég á myndband sem heitir Girl destroys feminism in 3 minutes! Myndbandið er, undarlegt nokk, að finna á síðunni Only for Men. Fólk getur kynnt sér síðuna. Þá vekur það athygli mína að málflytjandi er kynnt sem "girl" en ekki einstaklingurinn  Lauren Southern. 

Lauren Southern þarf ekki að vera femínisti mín vegna. Mér finnst verra að hún skuli fara rangt með máli sínu til stuðings. Jenna Christian rekur það ágætlega í spistli sínum A Reply to Lauren Southern.

Það sem mig langar að koma inn á er sú furðurlega krafa að konur eigi að berjast fyrir réttindum allra annarra líka. Helst fyrst. 
Vinsamlegast hafið þann fyrirvara að ég er ekki talsmaður allra femínista heimsins. Nei, við erum ekki í einni allsherjar sellu sem sendir reglulega út tilskipanir.

Lauren Southern skilur ekkert í því að femínistar beiti sér ekki fyrir réttindum karla.
Ábyrgir feður skildu  ekkert í því á sínum tíma að femínistar skyldu ekki beita sér fyrir réttindum forsjárlausra feðra.
Einhverjir skildu ekkert í því að femínistar skyldu ekki mótmæla hvataferð vopnaframleiðenda.
Gúglið bara "Hvar eru femínistar núna?" Af nóg er að taka.

Orðið femínisti kemur af orðinu femin sem merkir kona.  Femínistar vilja vinna að jöfnum rétti kvenna gagnvart körlum í heiminum. Við erum að berjast fyrir hálfu mannkyninu.* Er það ekki nóg?
Nei, það er ekki nóg af því að konur eru skv. mýtunni umönnunaraðilar og eiga fyrst að hugsa um alla aðra og svo sig. Þess vegna er svo mikilvægt að femínistar taki tillit til þarfa allra annarra, sérstaklega karla, áður en hugað er að réttindum og þörfum kvenna. 
Ég er orðin alveg rosalega leið á þessu.
Er þessi krafa gerð til annarra hópa? Voru samtök LGBT fólks spurð að því hvort þau mótmæltu hvataferð vopnaframleiðenda? Af hverju ekki?
Eru ábyrgir feður að beita sér fyrir réttindum kvenna? Af hverju ekki?

Af því það er eðlilegt að allir aðrir hópar einbeiti sér að sínum réttindum. Réttindi kvenna hins vegar mega sitja á hakanum.
* Reyndar tel ég að aukin réttindi kvenna komi körlum mjög vel og minnki ósanngjarnar kyngerviskröfur sem eru svo sannarlega gerðar til þeirra líka.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti